Tengi og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Tengi verði áfram einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar til næstu fjögurra ára. Tengi hefur til fjölda ára verið mikilvægur samstarfsaðili deildarinnar og félaginu gríðarlega mikilvægur til að hægt sé að halda uppi öflugu uppeldis- og afreksstarfi stærstu knattspyrnudeildar landsins ásamt því að við styðja meistaraflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna.
Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Tengis:
„Tengi hefur í rúmlega 15 ár átt gott og farsælt samstarf við Knattspyrnudeild Breiðabliks og okkur er bæði ljúft og skylt að halda því áfram næstu 4 árin. Breiðablik rekur eina stærstu knattspyrnudeild landsins sem styður mjög vel við barna- og unglingastarf ásamt því að vera með meistaraflokka í fremstu röð. Við erum afar ánægð með stuðning okkar við Knattspyrnudeild Breiðabliks.“
Orri Hlöðversson formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks og Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Tengis undirrituðu samninginn að viðstöddum ungum knattspyrnuiðkendum í Fífunni.