JAFNRÉTTISÁÆTLUN
Tilgangur
Jafnréttisáætlun þessi tekur til allra starfsmanna Tengis samkvæmt lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Tengis þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum. Öllum starfsmönnum sé tryggð sömu tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar og að öll kyn eigi jafna möguleika á starfi hjá fyrirtækinu.
Launajafnrétti
Við launaákvarðanir skal tryggt að jafnhæfum starfsmönnum séu greidd sambærileg laun fyrir sömu störf og jafnverðmæt störf. Laun eru ákveðin út frá hæfni, getu og menntun starfsmanns óháð kyni.
MARKMIÐ | AÐGERÐ | ÁBYRGÐ | TÍMARAMMI |
---|---|---|---|
Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. | Launaviðmið séu skýr og eru laun og fríðindi starfsmanna greind árlega. Leiðrétta skal laun ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kynjanna. | Framkvæmdastjóri | Launagreining í mars ár hvert. |
Viðhald jafnlaunavottunar ÍST 85: 2012 | Að kynbundinn launamunur mælist minni en 2% | Fjármálastjóri | Launagreining í mars ár hvert. |
Markmið jafnlaunastefnu Tengis er að tryggja öllum starfsmönnum jöfn tækifæri og sambærileg laun skulu greidd fyrir jafnverðmæt störf. | Tengi sér um að gerðar séu reglubundnar athuganir hvort launastefnunni sé fylgt og gerir ráðstafanir til að laga öll frávik frá málefnalegum ákvörðunum. | Framkvæmdastjóri | Rýni stjórnenda í mars ár hvert. |
Ráðningar, starfsþróun, fræðsla og endurmenntun starfsmanna
Þegar auglýst er eftir nýjum starfsmanni skal leggja áherslu á hvetja öll kyn til að sækja um starfið. Mat á umsækjendum byggist aðeins á hæfni og getu viðkomandi umsækjanda. Starfsþjálfun og endurmenntun skal standa öllum starfsmönnum til boða óháð kyni. Tryggja skal að allir starfsmenn óháð kyni geti sótt námskeið sem haldin eru sérstaklega til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.
MARKMIÐ | FRAMKVÆMD | ÁBYRGÐ | TÍMARAMMI |
---|---|---|---|
Að laus störf hjá fyrirtækinu standi opin öllum kynjum. | Auglýsingar um störf eru ókynbundin og kröfur sem settar eru fram séu í samræmi við starfs- og hæfnislýsingar | Framkvæmdastjóri | Upplýsingar um kynjahlutföll í ráðningum umsækjenda um störf. |
Jöfn staða og tækifæri séu til grundvallar hvað varðar starfsþróun, fræðslu og endurmenntun | Að stjórnendur greini þörf fyrir fræðslu í starfsþróunarsamtali. Allir starfsmenn hvattir til að sækja sér endurmenntun eða fræðslu. | Framkvæmdastjóri | Niðurstöður könnunar þar sem mælt er viðhorf starfsmanna til fræðslu og endurmenntunar. Lokið í júní ár hvert. |
Markið er að auka hlut kyn sem hallar á með ráðningum | Við mat á umsækjendum þegar tveir eða fleiri eru jafn hæfir að ráða þá einstakling af því kyni sem hallar á. | Framkvæmdastjóri | Engin tímarammi. |
Samræming milli fjölskyldu- og atvinnulífs
Tengi leggur áherslu á að starfsmenn geti með góðum hætti samræmt fjölskyldulíf og starfsskyldur sínar eins og fremsti kostur er. Sveigjanleiki er gefin starfsmönnum eins og unnt er í samráði við næsta yfirmann. Tekið er bæði tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa fyrirtækisins.
MARKMIÐ | FRAMKVÆMD | ÁBYRGÐ | TÍMARAMMI |
---|---|---|---|
Jöfn staða og tækifæri fyrir starfsmenn óháð kyni þegar kemur að samræmingu vinnu og einkalífs. | Sveigjanlegur vinnutími þar sem því verður við komið. | Stjórnendur | Niðurstöður könnunar þar sem mælt er viðhorf starfsmanna til samræmingu vinnu og einkalífs. Lokið í júní ár hvert. |
Jöfn staða og tækifæri óháð kynferði vegna fjarveru að fjölskylduástæðum. | Hvetja starfsmenn til að nýta sér fæðingarorlofsrétt sinn. Kynna starfsmönnum réttindi og skyldur sem það hefur gagnvart vinnustaðnum. | Stjórnendur | Fjöldi starfsmanna sem fara í leyfi og orlof vegna fjölskylduaðstæðna. Lokið í júní ár hvert. |
Einelti, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi
Kynferðislegt áreiti, kynbundið ofbeldi og áreitni, né einelti verður liðið. Tekið verður á öllum atvikum sem starfsmenn verða vísir að, tilkynntum eða ekki. Yfirmenn á hverjum stað skulu gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk og viðskiptavinir verði fyrir slíkum atburðum. Yfirmenn skulu gera ráðstafanir eins og þörf er á til að uppræta slíka hegðun ef slíkt atvik kemur upp. Berist kæra á hendur yfirmanni skal hann ekki taka neinar ákvarðanir varðandi starfsskilyrði kæranda heldur hans næsti yfirmaður.
MARKMIÐ | FRAMKVÆMD | ÁBYRGÐ | TÍMARAMMI |
---|---|---|---|
Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðið hjá Tengi. | Til staðar sé áætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi, þar sem hún er kynnt og gerð öllum starfsmönnum aðgengileg á heimasíðu Tengis. Áætlun sé kynnt eigi síðar en 30.mars 2022 Forvarnaráætlun unnin fyrir Tengi. Áætlun sé kynnt eigi síðar en 30.mars 2022 | Framkvæmdastjóri Stjórnendur | Lokið í mars ár hvert |
Eftirfylgni og endurskoðun
MARKMIÐ | FRAMKVÆMD | ÁBYRGÐ | TÍMARAMMI |
---|---|---|---|
Að jafnréttisáætlunin skili tilætluðum árangri. | Viðhorfskönnun meðal starfsfólks með tilliti til verkefna áætlunarinnar. | Framkvæmdastjóri | Gildistími áætluninnar er 3 ár. |