Saga Haro
Velja rétta setu
Haltu setunni hreinni
Saga Haro
Fyrirtækið var stofnað 1912 í Þýskalandi. Árið 1927 fékk það nafnið Haro sem er samsett af Hamberger og Rosenheim. Hamberger er fjölskyldunafnið á stofnanda fyrirtækisins og er í dag yfirfélag Haro. Rosenheim er borg í Bavaria, Þýskalandi sem fyrirtækið fluttist til stuttu eftir að hafa verið stofnað og eru þar en með bækistöðvar.
Fyrstu seturnar sem voru framleiddar hjá þeim voru gerðar úr við og eftir aðeins nokkur ár á markaðinum voru þeir að framleiða yfir 1000 setur á dag.
Viðarseturnar voru framleiddar yfir báðar heimsstyrjaldirnar, þangað til Max Hamberger II fann aðra betri leit til að framleiða setur.
Árið 1952 byrjaði Haro að framleiða plastsetur eða það sem heitir Duroplast, sem voru bæði léttari og auðveldari í framleiðslu og reyndust þær það vel að flest allar setur sem eru framleiddar í dag eru hannaðar úr því efni.
Seturnar í dag eru flestar með hæglokun og auðvelt að losa af salerninu þar sem þeir hafa „Take off“ eiginleikann. Það útskýrir sig þannig að setan sjálf er ekki skrúfuð niður heldur liggur á tveimur stál pinnum sem eru fastir við salernið. Hérna fyrir neðan er hægt að sjá myndband sem útskýrir þennan eiginleika
Hvaða seta passar á salernið mitt?
Hvað skal hafa í huga við kaupum á nýrri salernissetu?
Eins og gefur að skilja, eru ekki allar salernisskálar eins. Ef þú villt að setan endist sem lengst, þá þarf að huga að gæðum og endingu setunar þegar verið er að velja réttu setuna. Þetta eru helstu atriðin sem þarf að hafa í huga.
- Að lagið á setunni passi við lagið á salerninu
- Að fá rétta stærð af setu
- Að festingarnar henti skálinni sem er til staðar
Rétta lagið á salernissetu
Ásamt því að velja setu sem er í réttri stærð, er auðvitað mikilvægast að lagið á setunni sé það sama og lagið á skálinni. Þó svo að ferköntuð salernisseta hafi sömu málsetningu og D-laga seta, þá passar hún ekki á D-laga skál. Ef að lagið á setunni og lagið á skálinni er ekki það sama er ekki einungis ósamræmi þar á milli heldur er meiri hætta á að setan brotni og verður óþægilegt að setjast á hana.
Rétta stærðin
Áður en þú kaupir salernissetu er nauðsynlegt að finna út málsetningarnar. Það þarf að mæla lengdina, breiddina og fjarlægð á milli gata.
(1)Fjarlægð á milli gata: Mæla frá miðju gati í mitt gat.
(2)Lengd: Leggðu málband og taktu málin frá götum og í fremstu brún á skálinni
(3)Breidd: Finndu út breiddina á skálinni með því að mæla skálina þar sem hún er breiðust.
Réttu festingarnar
Einnig þarf að huga að réttum festingum fyrir setuna, skálar eru mismunandi og ekki allar festingar sem henta. Í grunnin eru þetta tvær týpur að festingum.
- Flest salerni eru með sjáanlegum vatnslás og eru þá notaðar festingar sem eru hertar undir skálinni í gegnum götin sem eru á henni.
- Sum salerni eru þó lokuð og er þá einungis hægt að nota festingar sem eru hertar ofan frá.
Seturnar okkar koma með festingum en við eigum festingar í lausu til að láta hvaða setu sem er passa á flest öll salerni.
Þægilegir eiginleikar
Þægindi við þrif og notkun eru í fyrirrúmi.
- Hæglokun, oft kallað ljúflokun eða mjúklokun er orðinn staðalbúnaður á flestum íslenskum heimilum. Setur með hæglokun þarf einungis rétt að byrja loka og þær loka sér svo hægt og rólega. Hafið í huga að hæglokunarbúnaðurinn skemmist ef það er verið að þvinga seturnar niður, það á bara leyfa setunum að lokast rólega.
- Einnig er þægilegur aukabúnaður að geta kippt setunni af án þess að losa neinar festingar. Flestar okkar setur eru með þessum búnaði.
Annað
- Við mælum einnig með því að taka mynd af salerninu því við þekkjum oftast salernin ef þau eru frá framleiðendum sem við höfum verið með. Taka myndina frá nokkrum sjónarhornum og helst með setunni uppi svo lagið á salerninu sjáist.
- Framleiðendur eins og t.d. Geberit, Ifö, Flaminia, IDO, Arabia, Sphinx og Keramag.