Handlaugar
Tengi býður handlaugar frá nokkrum af helstu framleiðendum heims í fjölbreyttu úrvali.
Valmöguleikarnir eru fjölþættir og mögulegt að velja niðurfeldar, hálfniðurfeldar, ofan á baðinnréttingarborð svo eitthvað sé nefnt og einnig hægt að velja ólík form og marga liti frá völdum framleiðendum.
- Frístandandi
- Niðurfelldar
- Hálfniðurfelldar
- Vegghengdar
- Undirlímdar
- Ofan á borð
- Yfir innréttingar
- Sérlausnir’
- Sérpantanir
Við vekjum athygli á því að mögulegt er hægt að sérpanta handlaugar í öðrum stærðum, lögun, útfærslum og litum frá völdum framleiðendum.
Við val á handlaug er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Ef skipta á út eldri þá er mikilvægt að ganga úr skugga um að sú nýja passi eða sé örlítið stærri sérstaklega ef fella á hana ofan í borðplötu.
Þegar verið er að velja handlaugar fyrir nýtt baðherbergi þá eru valmöguleikarnir nánast endalausir.
Fjölbreyttir valkostir
Handlaugar ofan á baðinnréttingar eru sífellt að verða vinsælli valkostir. Þetta eru mjög stílhreinar og fallegar lausnir sem geta einfaldað margt í ferlinu.
Niðurfelldar, hálfniðurfelldar og undirfelldar handlaugar eru skemmtilegir valkostir og setja fallegan svip á baðherbergi en mikilvægt er að hafa í huga hvernig tengingar passa við baðinnréttingu og þá sérstaklega opnun á skúffum og einnig hvaða efni er hugsað ofan á innréttinguna.
Efnisval og litir
Þegar kemur að efnisvali er postulín algengast en við vali á postulíni er mikilvægt að ganga úr skugga um gæði og styrkleika glerjungs.
Ódýrari valkostir eru gjarnan með veikari glerjung sem þolir illa högg og springur við jafnvel minntu högg af hlutum sem falla í laugina.
Dufthúðað stál gefur ekki einungis aukið litaval heldur einnig mun fleiri form líkt og skarpari horn og þynnri kannta t.d. á laugum sem koma ofan á borðplötur.
Ryðfrítt stál getur verið mjög góður valkostur á stöðum þar sem mæðir mikið á og þar sem þörf er á auknum styrk og endingu.
Kynntu þér valkosti hér á síðunni eða hafðu samband við rágjafa okkar fyrir frekari upplýsingar og sérpantanir.