Kæru viðskiptavinir,

Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 veirunnar og þeirrar smithættu sem stafar frá henni neyðumst við til að boða frekari aðgerðir innanhúss í Tengi.

Við leggjum mikla áherslu á að vernda heilsu og tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar.

Um leið viljum við halda þjónustu okkar eins góðri og mögulegt er á þessum erfiðu tímum.

Frá og með mánudeginum 23. mars og þangað til annað verður ákveðið verður starfsfólki Tengis að Smiðjuvegi 76 skipt upp í 2 vinnuhópa sem vinna sitthvorn daginn.

Þetta þýðir að aðeins helmingur starfsmanna er í húsinu hverju sinni, hinn helmingurinn sem tök hefur á vinnur heima hjá sér í gegnum síma og tölvu, flestir sölumenn eru beintengdir tölvukerfi Tengis.

Starfsmönnum er skipt upp í hóp 1 og hóp 2 og mega undir engum kringumstæðum hittast eftir að skipting er komin á. Þetta á bæði við innan og utan vinnutíma.

Í lok hvers dags og einnig í upphafi hvers dags er allt svæðið sótthreinsað til að koma í veg fyrir mögulegt krosssmit á milli hópa.

Samhliða þessari hópaskiptingu verður opnunartíma okkar breytt og verður tímabundin opnun Tengis frá kl. 08:00 – 17:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 10:00 – 15:00 þangað til annað verður ákveðið.

Hópnum verður ekki skipt upp á Akureyri, en staðan hjá þeim verður metin daglega.

Breyttur opnunartími gildir þó fyrir báðar starfsstöðvar.

Aðgangur að vöruhúsinu hefur verið þrengdur og ekki lengur æskilegt að viðskiptavinir og aðrir en lagerstarfsmenn séu þar.

Við höfum fylgt leiðbeiningum Almannavarna og landlæknis í hvívetna varðandi handþvott, sótthreinsun, almennt hreinlæti og umgengnisreglur.

Mikilvægast er að hver og einn gæti að sínu hreinlæti, það er okkar besta vörn. Þvo hendur reglulega með sápu og nota spritt

Munið að við erum öll Almannavarnir !!!

Virðingarfyllst,
f.h. Tengi ehf
Þórir Sigurgeirsson
Framkvæmdastjóri

Tilkynning til viðskiptavina v Covid-19 20.03.20.