Tengi og Breiðablik í 20 ár.
Á dögunum undirrituðu Tengi og Breiðablik samning sín á milli sem tryggir samstarf félaganna áfram næstu 4 árin en samstarfið hefur
verið afar farsælt í 20 ár. Tengi hefur verið og verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildarinnar og með því verið að styðja
við okkar öfluga afreks og uppeldis starf ásamt því að standa þétt við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna sem spila í Bestu deildinni.
Eins og Kópavogsbúar þekkja þá er Tengi staðsett á Smiðjuvegi í Kópavogi ásamt því að vera með verslanir á Akureyri og Selfossi. Við Blikar
erum Tengi gríðarlega þakklát fyrir þeirra ómetanlega framlag og hlökkum til samstarfsins á komandi árum.
Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Tengis er sama sinnis:
Við höfum unnið í góðu samstarfi við Breiðablik í 20 ár og það var alltaf okkar vilji að halda því áfram. Breiðablik hefur verið í miklum vexti á
öllum sviðum eins og við í Tengi og markmiðið er að halda áfram á sömu braut. Tengi hefur verið á aðal búningum félagsins og við vildum tryggja
áframhaldandi gott samstarf við stærstu knattspyrnudeild landsins. Blikar hafa verið dyggur viðskiptahópur í Tengi og verða áfram. Við erum spennt
fyrir komandi árum og trúum því að samstarfið eigið eftir að dafna og stækka á komandi árum.
Það voru Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks og Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Tengis sem undirrituðu samninginn á dögunum
að viðstöddum ungum og upprennandi Blikum.