Balteco

Balteco er eistneskur framleiðandi sem sérhæfir sig í nuddbaðkerum í hæsta gæðaflokki ásamt sturtuþiljum og gufuböðum. Balteco er í fararbroddi í framleiðslu nuddbaðkera í Norður-Evrópu og eru vörur fyrirtækisins seldar til 20 mismunandi landa, auk þess sem umboðsaðilar eru staðsettir í flestum löndum Evrópu.
Grunnurinn að velgengni Balteco felst í stöðugum tækninýjungum, alþjóðlega viðurkenndri hönnun og hámarksgæðum. Balteco leggur sig sérstaklega fram um að tryggja að vörurnar séu í hæsta gæðaflokki og séu í stöðugri framþróun.
Balteco býður baðker í ýmsum stærðum og misjafnlega djúp. Hægt er að fá böð allt frá 150 sm upp í 190 sm að lengd svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Eitt af helstu kostunum við Balteco baðkerin er dýptin, en þau eru dýpri en hefðbundin baðker.
Viðskiptavinurinn getur einnig valið lögun baðsins eftir eign smekk; ferhyrnt, öskjulaga, ósamhverf osfrv., og hefur þannig fullkomið frelsi.


Skođa vefsíđu birgja
Birgjar
Leitarvél