7.8.2018
Hlaupum í minningu Magnúsar Andra Hjaltasonar
Við starfsfólk Tengis ehf munum heiðra minningu Magnúsar Andra Hjaltasonar, góðs vinar og vinnufélaga sem varð bráðkvaddur í október síðastliðnum.

Við ætlum að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Alzheimer samtökunum, en Magnús Andri og fjölskylda eru ötulir stuðningsmenn samtakanna og tóku þátt í hlaupinu í þó nokkur ár. Hjörtfríður Jónsdóttir, eiginkona Magnúsar Andra greindist með Alzheimer árið 2012 og er aðdáunarvert að sjá hvernig fjölskyldan hefur staðið þétt við hlið hennar. Við hvetjum alla sem geta til að styrkja þetta verðuga málefni, margt smátt gerir eitt stórt. "Munum þá sem gleyma"
Leitarvél